Manuel Schembri, vínþjónn ársins 2021, starfar sem yfirþjónn og „Head Sommelier“ á veitingastaðnum Brút. Hann segir vín frá Búrgúndarhéraðinu í Frakklandi hafa notið mikilla vinsælda og muni gera það áfram. Hann segir svo að áhugi vínunnenda á náttúruvínum eiga eftir að aukast, enda sé fólk almennt orðið meðvitaðra um það sem það lætur ofan í sig. Sjálfur elskar hann að smakka náttúruvín enda er mikil gróska í senunni í kringum slík vín og nóg spennandi að koma inn á markaðin