Nú þegar íslensk náttúra minnir á ægikrafta sköpunargáfu sinnar er ekki úr vegi að taka Brynhildi Þorgeirsdóttur tali en hún hefur mótað fjöll og steina í gler, sand og steinsteypu um árabil og beitt aðferðum náttúrunnar við úrvinnsluna. Sjálf er Brynhildur nokkurs konar náttúruafl, ástríðufull, orkumikil og einstaklega jarðbundin í skoðunum.