Stundum er því haldið fram að menn skiptist í tvo hópa, hundafólk og kattaaðdáendur. Það er kannski fullmikil einföldun en vissulega er það svo að sumir eru ástríðufullir hundaunnendur meðan aðrir geta ekki hætt að bera lof á ketti, nú og svo eru auðvitað til einhverjir sem alls ekki gera upp á milli. En ef þú ert í hópi þeirra sem elska ketti þá eru hér nokkrir punktar sem gætu hjálpað þér að skilja köttinn þinn betur.