„Viltu lofa mér því …“
Gömul vinkona mín og skólasystir giftist undir þrítugt manni sem mér fannst bæði afar leiðinlegur og ótrúlega frekur við hana. Hámark frekjunnar var, fannst mér, þegar hann lá banaleguna og reyndi að stjórna því hvernig hún lifði lífinu að honum látnum.
Ég tek verkefnin alvarlega en ekki mig sjálfa
Utanríkisráðherrann, lögfræðingurinn, Skagastelpan og sundgarpurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er með eindæmum alþýðleg, árvökul og orku
mikil kona sem brennur fyrir starfi sínu. Hún kemur hlutum í verk og hefur afrekað meira en margur á ekki lengri ævi. Nýverið náði hún þeim áfanga að vera skipuð í sæti á eftir formanni flokksins á lista Sjálfstæð isflokksins í fjölmennasta kjördæmi lands ins, Suðvesturkjördæmi. Það sem fáir vita er að Þórdís Kolbrún er mikil plöntukona og í grunninn náttúrubarn sem ólst upp nálægt sjó á Skaganum og heimilisgarðurinn með útsýni yfir Snæfellsnesið.