„Mig langar bara að gefa öllum gott að borða,“ segir kokkurinn Þorgerður Ólafsdóttir sem sérhæfir sig í vegan matargerð. Hún lítur á matargerð sem listform og skemmtilegast þykir henni að fara ótroðnar slóðir og prófa sig áfram með sköpunargleðina að vopni. Fordómar fyrir grænmetis- og vegan mat eru á undanhaldi og fólk er almennt orðið opnara fyrir að smakka eitthvað nýtt að hennar sögn. Þó að matur án dýraafurða sé í aðalhlutverki hjá henni þá er markmiðið fyrst og fremst að gera góðan mat, það að réttirnir séu vegan og fleiri geti notið hans þar af leiðandi er bara bónus.