Malín Örlygsdóttir, lögfræðinemi og ástríðukokkur, elskar jólin og vill njóta þeirra vel. Þess vegna væri hún alveg til í að byrja að skreyta strax í október. Malín opnaði nýlega eigin heimasíðu þar sem hún deilir uppskriftum og góðum ráðum. Malín lærði ung að sjá um matinn á heimilinu einn dag í viku til að öðlast kunnáttu í eldhúsinu og byrjaði að baka um tíu ára aldur. Hún er dugleg að prófa sig áfram með nýjar uppskriftir.