Sumrunum fylgja hlaup utandyra bæði á malbiki og utanvegar. Eftir langan vetur er gott að breyta til og hlaupa úti. Hlaupafatnaður verður bæði æ vandaðri, betri og í léttari efnum sem líka henta sérlega vel í hreyfingu, eins og dri-fit-efni. Svo eru það fallegir litir sem líta dagsins ljós á sumrin.