Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Valdefling foreldra  

Lóa Guðrún Gísladóttir er 32 ára Skagamær í húð og hár. Hún er gift Baldri Ragnars Guðjónssyni og eiga þau saman tvær dætur, þær Katrínu Bylgju tíu ára og Margréti Þórnýju sex ára, og tíkina Lunu sem er tveggja ára Golden Retriever. Lóa gekk menntaveginn, hún kláraði BSc-gráðu í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og fór þá yfir í Háskóla Íslands þar sem hún kláraði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði af námsleiðinni Sálfræði í uppeldis- og menntavísindum með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Síðar meir bætti hún við sig foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf á meistarastigi og er núna með haustinu að hefja doktorsnám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Lóa starfar sem aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og kennir hún einna helst uppeldis- og menntunarfræði, í grunnnámi og framhaldsnámi, og foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, sem er framhaldsnám. Á kantinum sinnir hún þjálfun, annars vegar í Ultraform og hins vegar í fimleikum, en hún segir að íþróttafræðingurinn í sér verði að fá útrás.  

Umsjón og texti: Salome Friðgeirsdóttir / Myndir: Sunna Gautadóttir

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.