Náttúra, saga og menning fara oft og tíðum saman og þeirrar blöndu má njóta á ferðalögum. Áhugaverðir áfangastaðir hafa allt þetta til að bera og eftir sitja minningar sem endast lengi. Liðsmenn Vikunnar voru á vesturleið nýverið, komu við og gistu í Reykholti, skoðuðu sýningu um Snorra Sturluson, kíktu á hina einstöku Barnafossa og enduðu í Minja- og minningasafni um hernámssögu Hvalfjarðar árin 1940-1945.