Anna Marín Bentsdóttir er tuttugu og eins árs sjálflærður ástríðubakari sem hefur verið að deila flottum bakstursmyndböndum á TikTok. Hún vinnur sem bakari á kaffihúsi Kokku og segir það vera algjört draumastarf. Þar fyrir utan notar hún hvaða tilefni sem er sem afsökun til að baka. Um jólin bakar hún að eigin sögn alveg yfir sig og gefur fjölskyldu og vinum smákökukassa með þeirra uppáhalds jólasmákökum í jólagjöf.