Nýverið kíktum við í heimsókn til listakonunnar Dóru Emilsdóttur við Ásvallagötu en hún býr í einum af gömlu verkamannabústöðunum við Hringbraut sem Byggingafélag alþýðu reisti árið 1937. Myndlist og handverk er gegnumgangandi á heimili hennar en annars er það nokkuð látlaust, enda vill Dóra ekki hafa of mikið af hlutum í kringum sig. Hún segir listaverkin sín vera svolitla andstæðu við heimilið en þar koma sterkir litir, glimmer, blúndur, skraut og dúllur oft við sögu.