Ég átti yndislegan kærasta í kringum 17 ára aldurinn. Þótt hann hefði svikið mig illa saknaði ég hans lengi þótt ég hafi fljótlega farið að vera með öðrum, manni sem varð síðar eiginmaður minn og barnsfaðir, en hann sveik mig líka. Eftir vinarbeiðni á Facebook gjörbreyttist líf mitt, það var eins og ég hafi þurft að upplifa mikil vonbrigði áður en ég leyfði mér að upplifa alvöruást.