Í garði nokkrum í Kópavogi er falið leyndarmál: Ævintýralegt lífríki í tjörn sem er um 10.000 lítrar og um 15 ára. Fegurðin er dulúðug með sinni hlýju, gulu birtu sem laðar forvitna gesti að. Þegar horft er ofan í tjörnina er engu líkara en að innlit sé til Asíulanda.