Þegar Elísabet II. Englandsdrottning lést ákvað Netflix að seinka útgáfu 5. þáttaraðar The Crown. Aðdáendur höfðu beðið með nokkrum spenningi eftir einmitt þessum hluta enda verður nú fjallað um mál er lögðust þungt á drottninguna, skilnað Karls og Díönu og Andrésar og Söruh. Nýir leikarar eru líka í öllum helstu hlutverkum og alltaf gaman að sjá hvernig þeim tekst að sannfæra áhorfendur.