Sumarið eftir skilnaðinn við manninn minn til tuttugu ára, ákvað ég að njóta þess að vera einhleyp og sletta ærlega úr klaufunum. Ég fór talsvert mikið út að skemmta mér og kynntist þremur mönnum á næstu mánuðum. Þeir voru gjörólíkir og allir kenndu þeir mér dýrmæta lexíu um það hvað ég vildi og hvað ekki.