Hesturinn hefur löngum verið sagður þarfasti þjónn mannsins, enda hjálpaði hann fyrr á tímum við ýmis störf á bæjum og býlum, auk þess að ferja fólk á milli staða. Í dag hafa hin ýmsu heimilis- og hjálpartæki komið í staðinn til að létta okkur lífið og virðist sumum nóg um úrvalið og græjugleði margra. Vikan kíkti í búðir og valdi nokkra hluti sem flest heimili nútímans ættu helst ekki að vera án.