Eydís Rós Eyglóardóttir rekur kjúklingabú á Vatnsenda í Flóahreppi ásamt eiginmanni sínum, Ingvari Guðna Ingimundarsyni. Auk þess reka þau vélsmiðju, eru með nautgripi og þrjú börn á aldrinum sex til fjórtán ára. Það er því nóg að gera á stóru heimili en Eydís lætur sig ekki muna um að rækta líka býflugur og farða fermingarstelpur í sveitinni.