Ómar Guðjónsson gítarleikari gaf nýlega út sína fimmtu sólóplötu, Ómar fortíðar. Á plötunni flytur hann þekkt lög frá árunum 1930 til 1960 á hljóðfærið fetilgítar. Ómar segir hljóðfærið einn af litunum í pallettu tónlistarinnar og segir það áhugavert og nauðsynlegt að kafa reglulega í nýjan hljóðheim og ný hljóðfæri.