Heiða Björk Sturludóttir starfar við heilsu- og lífsstílsráðgjöf byggða á ayurveda lífsvísindunum og næringarþerapíu. Hún vinnur einnig að heildrænni heilun þar sem unnið er með efnislíkamann, orkulíkamann og sálarlíkamann til að stuðla að aukinni vellíðan og bættri heilsu. Áður kenndi hún sögu og umhverfisfræði á menntaskólastigi en Heiða Björk er menntaður framhaldsskólakennari, sem kemur sér vel þegar hún heldur námskeið eða fyrirlestra. Heiða tekur fólk í ráðgjöf heim til sín í Björkina í Grímsnesinu og er stundum með námskeið um ayurveda fræðin eða jóga nidra djúpslökun svo eitthvað sé nefnt.