Kristín Björk Gunnarsdóttir er 67 ára amma tveggja hressra stúlkna. Sjálf er hún fædd og uppalin í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sína á Hallormsstað þar sem þau bjuggu í 16 ár en þar var gjarnan bakað. Kristín er lærður grunnskólakennari en starfar nú sem ráðgjafi í innleiðingu á upplýsingatækni í grunnskólum Kópavogs. Hún byrjaði að baka þegar hún flutti að heiman og fékk þessa dúnmjúku bolluuppskrift frá tengdamömmu sinni sem tók hana í læri. Nú bakar hún þessar bollur alltaf þegar tækifæri gefst til.