Golden Globe-hátíðin hefur eins og fleiri verðlaunahátíðir fengið á sig gagnrýni fyrir að vera alhvít, það er að einungis hvítir einstaklingar séu tilnefndir til verðlauna. Slík gagnrýni á vissulega rétt á sér því þeir sem koma að kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eru fjölbreyttir að litarhætti, jafnt og kyni, uppruna, trúarbrögðum og svo framvegis. Og fjölbreytileikinn verður sífellt sýnilegri á skjánum.