Svava Brooks er fædd og uppalin á Íslandi og vinnur í dag í fullu starfi sem TRE® -leiðbeinandi og ráðgjafi. Hún er með háskólapróf í hótel- og veitingarekstri og er með vottun í foreldrafræðslu og forvarnarfræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi og hún er auk þess núvitundarkennari, reikimeistari, Restorative-jógakennari og TRE®- leiðbeinandi eins og kom fram. Svava ræðir meðal annars um uppvaxtarárin en henni fannst hún ekki vera örugg og hún ræðir um kynferðisofbeldið sem hún var beitt af hálfu stjúpföður síns frá fjögurra ára aldri. Svava hefur unnið mikið í sér í gegnum árin og aðstoðað aðra við að komast yfir svipuð áföll. Hún segist enn vera að skrifa sína sögu.
Umsjón og texti: Salome Friðgeirsdóttir
Myndir: Gunnar Bjarki
Förðun: Elín Hanna Ríkarðsdóttir