Sorbet er frískandi eftirréttur sem á svo við yfir sumartímann með ferskum og safaríkum ávöxtum. Það er tiltölulega einfalt að útbúa sorbet en það eina sem þarf er sykur, vatn og sítrusávextir eða ber. Sorbet inniheldur sjaldnast mjólkurvörur og er því mun léttari í maga og hinn fullkomni endir á grillveislum sumarsins. Hér höfum við þrjár mismunandi gerðir af sorbet með mismikilli sætu en það er tilvalið að prófa sig áfram fyrir næsta matarboð og sjá hver ykkur þykir vera bestur.