Bermúda stuttbuxurnar draga nafn sitt af bresku eyjunni Bermúda sem er staðsett við suðausturströnd Bandaríkjanna. Upp úr aldamótunum 1900 tíðkaðist að menn ynnu í síðbuxum sama hvernig viðraði. Verslunareigandi nokkur á fyrrnefndri eyju kom þá með hugmynd að stytta buxurnar fyrir mesta hitann til að auka þægindi verkamanna sinna. Í kjölfarið mátti sjá stuttbuxurnar hjá helstu tískuhúsum. Enn og aftur hafa þær ratað á tískupallana en þær voru sérstaklega vinsælar á tískuvikunni í París.