Laufey Karítas Einarsdóttir Langkjær er fjörutíu og eins árs, fædd í Jakarta í Indónesíu og uppalin í Kópavoginum. Í dag býr hún í Árósum í Danmörku og er gift Kristoffer, sínum frábæra Dana eins og hún orðar það, og eiga þau saman fimm dætur. Laufey menntaði sig í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með meistarapróf í markaðsfræðum frá viðskiptaháskólanum í Árósum. Hún bætti við sig jóga- og hugleiðslukennararámi í Karam Kriya-jógaskólanum eftir mikil og erfið veikindi og vinnur í dag við að kenna og reka sitt eigið fyrirtæki.
Upp á síðkastið hefur Laufey leitað eftir auknum upplýsingum um sína eigin ættleiðingu. Hún hefur verið að leita að uppruna sínum án nokkurs árangurs og segist ekki vera hætt. Álagið og streitan sem fylgdu henni í mörg ár höfðu líka gífurlega mikil áhrif á heilsufar hennar en hún var nær dauða en lífi fyrir tveimur árum síðan. Hún útskýrir fyrir blaðamanni hvað hún hafi gert til að vinna sig upp úr veikindunum og hvað hana dreymir um að gera í náinni framtíð.
Umsjón og texti: Salome Friðgeirsdóttir
Myndir: Alda Valentína Rós
Förðun: Elín Hanna Ríkarðsdóttir