Hátískusenan í London er lífleg og skemmtileg og alltaf bætast þar við nýir hönnuðir og framleiðendur. Eitt þeirra merkja sem hefur verið að hasla sér völl að undanförnu er Rixo. Að baki því standa þær Henrietta Rix og Orlagh McCloskey. Kjólarnir þeirra þykja stelpulegir og henta við öll tækifæri.