Wiktor Pálsson hlaut nýverið fyrstu verðlaun í eftirrétta- og konfektkeppni Garra, sem kallast Eftirréttur ársins, fyrir eftirréttinn Late Summer Harvest. Wiktor er ungur matreiðslumaður með brennandi áhuga á matreiðslukeppnum og leggur mikinn metnað í sitt fag. Hann hefur starfað síðastliðin tvö ár í Noregi á stórglæsilega Michelin-staðnum Speilsalen og stefnir á að ná lengra í faginu.