Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir segir mikla ábyrgð felast í starfi arkitekta á tímum loftslagsbreytinga. Hún bendir á að byggingarefni hafi hátt kolefnisspor og því þurfi arkitektar að vanda valið og fara umhverfisvænar leiðir þar sem tækifærin gefast. Í þessu samhengi er fagið að breytast og uppfæra þarf nám í arkitektúr í takt við nýja tíma að hennar mati. Arnhildur segir krefjandi en sömuleiðis skemmtilegt að takast á við verkefnin með tilliti til loftslagsmála og vill vekja fólk til umhugsunar.
Óflokkað