Á frumsýningu óperunnar Rigoletto árið 1951 var Þjóðleikhúskjallarinn opnaður fyrir kaffisölu. Fólk kunni strax vel við sig í þessu notalega rými og stjórnendur sáu því marga möguleika á að nýta það til að víkka út starfsemi leikhússins. Þar ræður ríkjum núna Gréta Kristín Ómarsdóttir sem hefur bryddað upp á mörgum nýungum og glætt kjallarann fjölbreytilegu og skemmtilegu lífi.