Þótt Ragnheiður Lárusdóttir hafi verið að skrifa frá barnæsku var það ekki fyrr en nýlega að hún ákvað að skrif hennar ættu erindi fyrir almannasjónir. Í fyrra sendi hún frá sér ljóðabókina 1900 og eitthvað, og hlaut fyrir Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og tilnefningu til Maístjörnunnar. Þetta nægði til að sannfæra hana um að orðin hennar rötuðu rétta leið til lesenda. Nú er komin önnur Glerflísakliður, full af sársauka en einnig kímni og vangaveltum um tilveruna.
