Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Sóley Elíasdóttir mælir með umhverfisvænum húðvörum og nóg af vatni

Sóley Elíasdóttir, forstjóri snyrtivörufyrirtækisins Sóley Organics, hefur haft áhuga á húðumhirðu síðan hún var barn þó hana grunaði ekki þá að hún myndi leggja snyrtivöruframleiðslu fyrir sig á fullorðinsárum. „Ég var frekar fljótt orðin upptekin af útlitinu,“ segir hún og hlær. „Ég fór á snyrtinámskeið í skólanum mínum þegar ég var svona 12, 13 ára og þar lærði ég að aðalatriðið í húðumhirðu er að húðin sé hrein. Aldrei fara að sofa með farða á sér og alltaf að þrífa húðina vel með góðri hreinsimjólk og hreinu vatni. Það er enn besta ráðið sem ég hef fengið.“ Hún hvetur fólk líka til að drekka nóg af vatni og nota ekki hvað sem er á húðina. „Ég mæli með því að nota alltaf umhverfisvænar vörur og helst íslenskar. Það eru afburða, hágæða snyrtivörur framleiddar á Íslandi.“ 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.