Spjalltónleikar Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, njóta mikilla vinsælda enda um að ræða gott sambland af tónlist og fróðleik um tónlistarmenn. Þann 6. október fær hann til sín í Salinn í Kópavogi hinn orðhaga og málsnjalla Braga Valdimar Skúlason. Það er óhætt að lofa góðri skemmtun þessa kvöldstund en miðar fást á salurinn.kopavogur.is.