Einu sinni heyrði ég um saumaklúbb þar sem svokölluð veitingaverðbólga hafði nánast yfirtekið stemmninguna. Gestgjafarnir fundu fyrir kvíða þegar kvöldið rann upp og ótti greip um sig hjá þeirri sem næst var í röðinni um hvernig hún ætti mögulega
að geta toppað kræsingarnar sem voru á boðstólum. Allt þar til ein þeirra tók af skarið og bauð heim
í hraunbita og appelsín og annað ekki. Öllum til mikillar ánægju. Það er hollt að minna sig á að þegar vinir koma saman er það yfirleitt félagsskapurinn sem skiptir mestu máli þó það sé gaman að bjóða upp á eitthvað gott í leiðinni. Hér má finna einfalda rétti fyrir hvers konar hittinga sem hægt er að útbúa með afar lítilli fyrirhöfn en slá engu að síður í gegn.