Margir vita að þunglyndi hefur áhrif á hvernig fólk sefur, borðar, ber sig og hreyfir sig. Þunglyndir bera höfuðið sjaldnast hátt eða rétta úr bakinu. Þeir hreyfa sig hægar, eru líklegri til að glíma við svefnvandamál og nærast á óheilbrigðan hátt. Þetta eru velþekktar staðreyndir en nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að þunglyndi hefur einnig áhrif á hvernig fólk tjáir sig í ræðu og riti.