Fimmtudaginn 15. september kl. 18 verður boðið upp á skógargöngu í Esjuhlíðum. Gangan er auðveld ganga í tvær til þrjár klst. og er þátttaka ókeypis. Esjan er afar vinsælt útivistarsvæði og undanfarin ár hefur Skógræktarfélagið byggt upp stígakerfi í Esjuhlíðum. Hópurinn hittist við Esjustofu þaðan sem er gengin fjölbreytt leið um þéttan skóg og opin svæði.