Fyrr í sumar var glæsilegur veitingastaður, Héðinn Kitchen & Bar, opnaður við Seljaveg í nýlega endurhönnuðu húsnæði sem var áður stálsmiðjan Héðinn. Sigurjón Bragi Geirsson, landsliðskokkur og matreiðslumaður ársins 2019, er yfirkokkur staðarins. Að hans sögn er aðaláherslan í eldhúsinu lögð á að notast við hágæða árstíðabundið íslenskt hráefni og bjóða sælkerum upp á eitthvað nýtt og spennandi.
