Þrek og úthald er gott að hafa en ómetanlegt að eiga til seiglu. Hún er það sem kemur fólki hægt en örugglega að markmiði sínu og skapar því þolgæði og þrautseigju til að halda áfram þegar á móti blæs. Lýðheilsu- og tómstundafræðingurinn Kristín Ómarsdóttir skynjar þetta mjög vel en hún heldur úti síðunni www.heilsuseigla.com en þar er að finna góð ráð og áreiðanlegar upplýsingar um margvíslega kvilla og vandamál sem fylgja nútímalíferni.