Bernska mín litaðist af hjúskaparvandræðum foreldra minna. Ég vissi að eitthvað væri í gangi en lengi vel skildi ég ekki hvað það var. Það sem móðir mín gerði var ekki fallegt en ég elskaði hana samt.
Ég var sex ára þegar ég var fyrst send í sveit og eftir það fór ég á hverju sumri. Pabbi fór með mig til skyldfólks mömmu, fólks sem ég hafði aldrei hitt og ég efast meira að segja um að mamma hafi hitt það. Þegar ég vaknaði á þessum nýja stað var pabbi horfinn og ég var hugguð með því að mér var leyft að skoða hest sem var uppi á hól…