Hin dæmigerða karlmennska byggir á mörg hundruð ára ímynd sem getur verið takmarkandi og skaðleg, þar sem ofbeldi hefur fylgt henni. Ingólfur V. Gíslason prófessor hefur rannsakað karlmennsku og þætti sem geta skýrt áhrif hennar í íþróttum, einkum knattspyrnu, klefamenningu o.fl. Hann telur að tími sé kominn til að íþróttahreyfingin stígi inn í 21. öldina og skoði innri mál eins og einelti og ofbeldi, hún hafi í raun tæki og tól til þess.
