Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Sambönd fólks eru ólík og því gott að muna að ekkert samband er fullkomið. Engin manneskja er nákvæmlega eins og við viljum hafa hana. Allir hafa sína kosti og galla. 

Mikilvægur grunnur að heilbrigðu sambandi er traust. En hvernig skilgreinum við „traust“? Traust er valkostur sem viðkomandi getur ákveðið að nýta sér. Skilgreining á trausti í þessu samhengi getur verið að trúa því að hinn aðilinn sé áreiðanlegur og að finnast maður öruggur andlega og líkamlega í kringum viðkomandi. Þegar tvær manneskjur eru í sambandi skiptir máli að vera heiðarlegur, eiga opin samskipti, sýna tillitssemi og virðingu. Sérfræðingar hjá Kvennaathvarfinu tala um að heilbrigð sambönd eigi að einkennast af því að báðir aðilar í sambandinu geti talað opið um vandamál sín og hugleiðingar á meðan hinn hlustar. Í samræðum eigi að vera borin virðing fyrir skoðunum hins. Það á að vera hægt að vera ósammála skoðunum og það er ekki nauðsynlegt að láta hinn aðilann skilja hvers vegna og/eða breyta sinni skoðun. Fólk á að geta varið sínum tíma eitt eða með öðrum en það er mikilvægt að virða einkalíf makans. Einnig er gott að aðilar sem huga að sambandi séu búnir að ræða og taka sameiginlega ákvörðun um kynferðislegt val og hvort tímabært sé að eignast börn. Það á að vera eðlilegt að ræða opinskátt um hvað maður vill og vill ekki í kynlífi og báðir aðilar eiga að vera sáttir með hvenær, hvar og hvernig kynlífið fer fram. Varðandi fjármálin þá er talið mikilvægt að hafa jafnmikið um það að segja hvernig fjármálunum er hagað og að báðir aðilar hafi yfirsýn yfir fjármálin. 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.