Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Rússar eitruðu litháíska menningu. „Afi minn eyddi tíu árum í síberískum útrýmingarbúðum og missti þar tvö börn“ 

Inga Minelgaite er heiðursræðismaður Litháens á Íslandi og prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hún er mikil fjölskyldukona sem elskar góðan húmor en hún segist vera mjög forvitin með gildin sína á hreinu en hún veit hvað drífur hana áfram. Inga er með nokkra hatta í sínu starfi en ásamt þessari vinnu sinnir hún gestaprófessorsstöðu og stjórnarformennsku við háskóla í Evrópu og Jóhannesarháskóla í Suður-Afríku. „Ég hef unnið með svokölluðum „tripple crown“ háskólum, sem eru eitt prósent af bestu viðskiptaskólum í heimi, en svo veiti ég fræðslu og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og alþjóðlegar fagstofnanir.“ Inga er með BS-próf í markaðsfræði, meistaragráðu í mannauðsstjórnun og doktorsgráðu í leiðtogafræði frá Háskóla Íslands. Inga kynntist og giftist Íslendingi þegar hún bjó í Litháen sem varð til þess að hún flutti til Íslands. Hjónabandið varð ekki langlíft en hún hefur komið sér vel fyrir á Íslandi. Hún segir okkur frá sínu lífi í Litháen, hjónabandinu og skilnaðinum, barninu sínu sem glímir við vissar áskoranir og hvernig það er að vera kona í leiðtogahlutverki. 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.