Riddarastjarnan er tilkomumikil laukplanta sem getur gefið af sér ár eftir ár. Hún lætur ef til vill ekki mikið yfir sér í fyrstu en þegar blómstöngullinn hefur lengst og undurfögur blómin fara að láta sjá sig grípur hún og gleður svo sannar lega augað.