Angan af ilmreyr úr línskápum vekur upp sterkar minningar hjá mörgum rosknum Íslending. Þetta var lyktin af sængurfötunum í húsi afa og ömmu. Nú hefur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir vakið úr dvala eigin æskuminningar og fært í listilegan búning sögur sem hafa fylgt móðurætt hennar í þrjár kynslóðir. Ilmreyr er saga einstaklinga, kvenna og þjóðar.