Dömupeysan Randalína er mjög skemmtileg jakkapeysa prjónuð úr hinu frábæra Börstet alpakka-garni frá Sandnes. Stór og flott peysa sem hentar konum af öllum stærðum.
Uppskriftin kemur einnig frá Sandnes og er þýdd hjá Tinnu ehf. sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á hannyrðavörum og útgáfustarfsemi. Á tinna.is má kaupa allt sem þarf í peysuna, sem og í verslunum um land allt, en upplýsingar um þær má finna á vef Tinnu.