Matgæðingurinn Sigríður Pétursdóttir er alls ekki vanaföst þegar kemur að jólamatnum, þvert á
móti hefur hún þá hefð að gera tilraunir í matargerð og bakstri í kringum hátíðirnar. Við fengum
Sigríði til að töfra fram jólalegan eftirrétt fyrir okkur og útkoman er gómsætt granóla með þeyttum
jurtarjóma og ferskum berjum sem hún setti í krúttlegan hátíðarbúning. Granólað slær alltaf í gegn,
að hennar sögn, og hægt að borða það við hin ýmsu tilefni.