Á tískupöllum fyrir haustið 2022 var áberandi að kjólar, pils og kápur eru að síkka. Jarðlitir, og hvítt verða áberandi og að sjálfsögðu hinn klassíski svarti. Margar konur verða fegnar, enda ekki fyrir allar að klæðast ofurstuttum mínipilsum sem voru trend í sumar en haustfatnaður er aðeins farinn að læða sér í búðirnar.