Páskahátíðin er dásamlegur tími þar sem fólk kemur saman yfir mat. Páskadúkurinn er lagður á borði og það skreytt með vorlegum blómum og skrauti og lambið er sett á borð, sveppasósan og hvert meðlætið á fætur öðru. Máltíðinni er síðan ekki lokið fyrr en eftirrétturinn er kominn á borðið og sæti bitinn er eflaust
rúsínan í pylsuendanum hjá ófáum. Hér höfum við einfaldar og bragðgóðar uppskriftir fyrir komandi veisluboð.