Helga Vala Helgadóttir er lögmaður og fyrrum stjórnmálamaður og leikkona. Hún var kjörin á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2017. Helga var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og sat í umhverfis- og samgöngunefnd til 2019. Hún var formaður í Velferðarnefnd frá 2019. Helga hefur líka verið umboðsmaður hljómsveitarinnar Mammút og leikið í farandleiksýningum á Bretlandseyjum. Þótt hún sé ekki með stúdentspróf hefur Helga Vala lokið þremur háskólagráðum, einni í leiklist og tveimur í lögfræði þar sem hún uppgötvaði óvæntan áhuga á skattarétti. Helga er einstaklega orkumikil en næst á dagskrá hjá henni er að læra húsasmíði.