Allir fuglar fljúga í ljósið er einstaklega áleitinn titill, vegna þess að það eru jú flugur og fiðrildi sem leita í ljós. Fuglar njóta dagsbirtunnar en hafa ekki tilhneigingu til elta ljósgeisla sérstaklega. Auður Jónsdóttir vekur þannig strax forvitni og sagan veldur ekki vonbrigðum.