Á föstudegi í október hittust þrjár tónlistarkonur í kökuboði. Tilefnið var ekki af verri endanum en þær gáfu nýverið út plötu með frumsömdum lögum sem þær sömdu saman. Platan fékk nafnið ÓRAR og er innblásin af íslenskum þjóðsagnaarfi, kraftmikilli náttúru og mörkum draums og veruleika. Við fengum að vita meira um samstarfið, plötuna og kökurnar sem voru hver annarri girnilegri.